Áttu lyfseðil í gáttinni? - Heilsuvera hefur svarið

Áttu lyfseðil í gáttinni? - Heilsuvera hefur svarið

9. nóvember 2015

Það vita ekki allir af því að heilsuvera.is er vefsvæði þar sem notendur geta t.d. flett upp hvaða lyfseðla þeir eiga í lyfseðlagáttinni. Vefurinn býður upp á ýmsa möguleika. Þar er t.d. einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum í gegnum vefinn án þess að þurfa að hringja inn eða koma á heilsugæslu.

Svo ef fólk á inni lyfseðil í gáttinni er tilvalið að panta lyfin hjá Lyfjaveri í gegnum pöntunarformið hér á síðunni og eru lyfin þá tilbúin til afgreiðslu þegar viðskiptavinir koma í apótekið.