• Lyfjaöryggiskerfi gengur í gildi.
    Lyfjaöryggiskerfi gengur í gildi. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2016/161 um öryggisþætti á umbúðum lyfja fyrir menn, kemur til framvæmda á Evrópska efnahagssvæðinu á morgun, 9. febrúar.   Fyrsti hluti á nýju kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu og berist til sjúklinga verður tekið í gagnið hér á landi. Þar með uppfyllir Ísland kröfur tilskipunar og reglugerðar ESB /EES um öryggisþætti lyfja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjaauðkenni ehf. sem kom upp kerfinu hér á landi   Frá og með morgundeginum verður lyfjaframleiðendum skylt að auka öryggi lyfja með því að merkja umbúðir lyfseðilsskyldra lyfja á ákveðinn hátt og skrá upplýsingarnar í Evrópska Lyfjaauðkenniskerfið. Þá verður lyfjaframleiðendum einnig skylt að innsigla allar lyfjapakkningar.   Sjá frétt frá Lyfjastofnun  Hér https://www.lyfjastofnun.is/utgefid-efni/frettir/reglugerd-um-oryggisthaetti-a-lyfjaumbudum-gengur-i-gildi-a-morgun      
  • Samningur um lyfjafræðilega þjónustu
    Samningur um lyfjafræðilega þjónustu Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samning við Lyfjaver um lyfjafræðilega þjónustu fyrir stofnunina til næstu tveggja ára. Undanfari þessa samnings var verðkönnun þar sem Lyfjaver var með hagstæðasta tilboðið bæði út frá verði á lyfjum og þjónustu, auk þess að uppfylla best kröfur HSU um aukna skilvirkni og gæði í ferlum við innkaup og eftirlit. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU undirritaði í dag samning ásamt Hákoni Steinssyni framkvæmdastjóra Lyfjavers.  Samningurinn felur í sér alla umsjón á lyfjafræðilegri þjónustu og ábyrgð á lyfjamálum, lyfjapantanir fyrir allar deildir og starfstöðvar, vélskömmtun lyfja og þjónustu við lyfsölur sem HSU rekur á Vík og á Kirkjubæjarklaustri.  Með samningum er jafnframt stigið framfaraskref með innleiðingu á rafrænu pöntunarkerfi sem auðveldar birgðahald lyfja og gerir umsýslu með pöntunum og innkaupum lyfja skilvirkara og aðgengilegra.  Starfsmenn frá Lyfjaveri hafa þegar hafist handa við að undirbúa þjónustu við HSU og fögnum við góðu upphafi á samstarfi við fyrirtækið.
Fleiri fréttir
 

Þú finnur okkur hér

Smelltu á kortið
Lyfjaver er hér - smelltu til að stækka

 

Afmælisblað Lyfjavers
Smelltu til að opna
Lyfjaver 20ara-forsida

Greiðsluþátttaka

Afgreiðslutími

Mánudaga - föstudaga 8.30-18.00
Laugardaga 10-14

 

Hafðu samband

Smelltu hér til að senda okkur póst varðandi:

 

Ábendingar