Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

26. júní 2018

Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja tekur gildi 1.júlí 2018.

Frá þeim degi verða lyf einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn framvísun persónuskilríkja skv 18.gr reglugerðarinnar.

V.KAFLI

Afhending lyfja.

18.gr.

Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans, eiganda dýrs eða umráðamanni þess gegn framvísun persónuskilríkja og skal skrá með rekjanlegum hætti kennitölu þess sem fær lyfið afhent.

Tryggja skal að unnt sé að rekja afhendingu lyfja til viðkomandi starfsmanns.

Upplýsingar sem skráðar eru skv. 1. og 2.mgr skulu verða aðgengilegar eftirlitsaðilum, sbr. 31.gr.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/20867

Velferðarráðuneytinu, 18. desember 2017.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.